Korpa

Jæja þá er stóra stundin að renna upp, ég fæ að spila Korpuna í fyrsta sinn og það með ekki ómerkari mönnum en, The Godfather, wonder og KS. Já fyrsta mót ársins (á íslandi) er á Laugardaginn, sést hefur til Wonder á hverju kvöldi í Básum en hann var að horfa á nýtt video á síðustu helgi og heldur að hann sé búinn að finna leyndardóma golfsins.
Everyotherday verður fjarri góðu gamni en hann stefnir á útrás enn eina ferðina og það til lands rauðvínslegna froskalappa. Ætlar hann að kynna þeim golf listina eða "le golf" eins og þeir kalla það víst. Það er leitt að hann geti ekki haldið sigurförinni áfram (not) en aðrir munu þá kanski nota tækifærið og láta ljós sitt skína!!!

Úrslitin verða að sjálfsögðu birt á þessari síðu þannig að fylgist vel með

Jackass

0 spöglasjónir: