Þynnkudagurinn 3 apríl anno dominos 2005

Jackass lagðist í svæsna snafsaflennsu og eins og sést á skorinu þá var hann samt dreginn út á völl.
Hann vældi allann daginn og sló bara út í skóg eða uppá svalir hjá þessu viðkunnalega fólki sem hér býr.
Every Day fann aftur áður gleymda hæfileika, en þeir eru að geta spilað golf eins og professional eftir lítinn nætursvefn og gríðarmikla drykkju. Spilaði hann undir 80 slögum 18 holur og er forgjöf hans nú í endurskoðun og kæra hefur verið send inn til GSÍ.
Því miður hefur öllu því verðlaunafé sem honum hefur áskotnast í ferðinni verið jafnóðum eytt í sterka drykki og spurning hvort 12 sporabókin komi honum til hjálpar við heimkomuna.

The Godfather fann nýja sveiflu sem skilaði honum ekki bara sjálfstrausti heldur líka 18 punktum á seinni 9, gengur nú karlinn um í bol merktum "Þeir flugu 11.000 kílómetra til að tapa fyrir mér"

Wonder stóð á fyrsta teig angandi af Gini ofl., sló upp í hverfi og heimtaði síðan endurgreiðslu á ferðinni. En fararstjórinn, sem jafnframt er golfkennari benti honum bara á að halda rétt á kylfunni og sveifla fyrst aftur og síðan fram.
Þetta small inn og í stað þess að slá upp í hverfi þá sló hann bara út í skóg. Þegar líða tók á hringinn þá sótti hann hart að Godfather, en með óþverrabrögðum (eins og að slá beint) þá náði Godfather að merja fram annað sætið.

Úrslit 18 holur
Every Day - 37 punktar
The Godfather - 33 punktar
Wonder - 32 punktar
Jackass - 3 punktar (en þeir voru veittir fyrir snyrtilegann klæðaburð og þögula framkomu)

á morgun þann 4/4/05 þá hljómar veðurspáin uppá 30 stig og snjókomu í Reykjavík og hálkublettir á miklubrautinni.

mbk
Lopez

3 spöglasjónir:

Nafnlaus sagði...

Góður Kiddi!!!!
Sé á myndunum að þið eruð í góðum félagsskap ísfirðinga á kvöldin.
bið að heilsa.
kv
Rúnar

E.s. Ætlaði í golfmót á laugardaginn en því var aflýst vegna snjókomu!
Munið eftir sólvörninni.
r

Nafnlaus sagði...

og svo var lagt ofurkapp á það að lækka forgjöfina hjá Jakkass !!!!!!
P.s. muniði bara eftir því að bera vel af sólarvörn á lappirnar. þær geta verið viðkvæmar....
kv. Mummi

M4 sagði...

Undri minn, ekki gefast upp !
Mundu bara eftir Andésar andarleikunum 83, þar varst þú maðurinn ! They can't take that away from you !