Ísland ögrum skorið

Jæja þá eru menn búnir að hrista úr sér hrollinn sem kom þegar flugvélin lenti á Keflavíkur flugvelli þann 12.apríl. Heyrst hefur að meðlimir Út og Suður Group séu farnir að æfa aftur enda menn orðnir frekar hungraðir eftir viku hvíld. Sést hefur til nokkra í Básum, Guðfaðirinn er búinn að stilla dræverinn upp á nýtt fyrir íslenskar aðstæður. Everyotherday reynir eftir mestu getu að ná aftur sveiflunni sem virkaði svo vel á tillanum. Wonder er búinn að henda gömlu sveiflunni og sást til hanns í NB að skoða nýjar sveiflur, og var hann með platínukortið (sem loksins er farið að virka) með í för. Jackass er hættur að æfa í Básum en hefur þess í stað hafið golf æfingar á nýju playstation tölvunni og stúderar Tiger Woods leikinn 24/7.

Það verður gamann að sjá hver okkar merkismanna mun koma sterkastur inn þegar vellir GR opna eftir veturinn.

2 spöglasjónir:

M4 sagði...

Það er alveg ljóst að af ykkur Tilla mönnum, mun Jackass skína skærast í sumar, mark my words !

Nafnlaus sagði...

Ansi hræddur um það, enda er búið að bindast samtökum um að spila ekki á móti honum. Það er bara tapað fé.

:-)
Wonder