Lokadagur

Þá er komið að því, lokadagurinn er að renna sitt skeið. Eftir mikla gleði gærdagsins þar sem það var sungið og dansað mikið (aðalega sungið) fram á rauða nótt, vöknuðum við frekar ryðgaðir í morgun en sérstaklega Jackass þar sem hann var að fagna sigri gærdagsins og þar sem hans takmörkum var náð.....! En wonder var nú fljótur að minna hann á stöðuna í samanlegri keppninni, og þá hófst hatröm rimma, ekki töluðust þeir við fyrstu 16 holurnar og þurfti Guðföðurinn "sá vinsæli" að stilla til friðar oftar en einusinni. Every....someday hlaut góðs af þessari rimmu enda var hann orðinn gleymdur maður þar sem hann hafði ekki unnið í nokkra daga!!! Það var ekki fyrr en að Wonder og Jackass mundu að þeir væru líka í sama liði þar sem ekki allir ætluðu að spila fleiri holur þennan daginn þá var búið að ákveða að vera með tvær keppnir. Þá féllust þeir í faðma og Guðföðurinn táraðist. En dagurinn í dag var trúlega sá mest spennandi en ekki nema einn punktur skildi að menn. Someday núna Everyotherday Stóð uppi sem sigurvegari enn og aftur en honum veitti ekki af því allir voru búnir að fara í hraðbankann nema hann. Guðföðurnum tókst ekki að næla sér í vinning en ef við hefðum verið hérna í 2 daga í viðbót þá hefði komið að því hjá honum, aldrei hefur sést önnur eins spilamennska hjá honum eins og í þessari ferð og er því spáð að hann muni vinna Meistaramót GR í sumar. Ákveðið hefur verið að hópurinn fari í sína næstu "ferð" til Ísafjarðar á Kambsmótið en sá sem heldur það er hér með í ferð með sínum bræðrum og hafa þeir verið mjög söngglaðir og með eindaæmum skemmtilegir. Í kvöld verður farið í bæinn og borðað og svo sofið út á morgun enda verður það kærkomið þar sem menn hafa verið ræstir upp fyrir allar aldir síðustu 12 daga.

Úrslit dagsins:
1: Everyother day 34 punkta
2: Jackass 33 punkta
3: Wonder 32 punkta
4: Godfather 31 punkt

2 spöglasjónir:

Nafnlaus sagði...

Það er engu logið með það að sumir eru aðeins hálfdrættingar á við Eveyotherday , en mér fynnst bara skýna í gegn hvað Guðfaðirinn kann sig vel :-) Það er ekki rembingurinn í honum , bara gleði.....
M

Nafnlaus sagði...

Ég sagði alltaf að þú mundir mala þá Godfather.
Málið er að vera með lægstu töluna, hebbði nú haldið það!!
kv
Rúnar