Erfitt var að vakna í morgun þar sem erfitt er að kenna gömlum hundum að sitja. Bara orðið "mánudagur" sat í mönnum en þegar menn sáu sólina voru þeir fljótir að átta sig á því að það var engin vinna, bara golf og gaman. Everyday er alltaf eins...sami morgunmatur...sömu hægðir...sami gallinn (meira að segja sokkarnir) sama góða golfið og sama þögnin. Hinir Íslendingarnir í hópnum hafa beðið hann að mæta í nýjum fötum á morgun þar sem lyktin er orðin óbærilega eins og þið getið rétt ímyndað ykkur sami bolurinn í 26 stiga hita. Við hinir sjáum okkur leik á borði á morgun þar sem hann verður að mæta í Ryder gallanum. Jackass kom óþunnur og sterkur inn í dag, 12 spora bókin var að virka enda hafði hann landsliðskonu sér við hlið. Skoruðu þau á Everyday og Wonder, af einstakri kurteisi gáfu þau þeim fyrsta pallinn og sáu þeir aldrei til sólar eftir það þó að það væri heiðskýrt. Litlu munaði að aldrei yrðu litlir Jackassar fæddir í heiminn þar sem munaði bara (pungs)hárbreidd að hann skyti sig millifótar þegar hann hitti 150 m skiltið af þriggja metra færi. Wonder hélt áfram að skoða skógarlífið og ákvað að gerast líffræðingur. Komið hefur í ljós að Spænskunám hans og Hafliða hafa skilað Wonder litlum skilning á hinni nútíma Spænsku. Hann kann aftur á móti öll latnesku orðin yfir plöntur á Spáni. Hann á fáa ProV bolta eftir. Godfather var settur í annað holl eftir góðan árangur gærdagsins. Hann náði sér ekki á strik enda ekki skrítið þar sem hann var með Lopez með sér, en kom sterkur inn í seinni keppninni og var bragðið af vinnings bjórnum ekki slæmt. Hann mætti í nýjum bol sem er merktur "Wonder er frábær AMIGOS hann borgar mér bjór eftir hvern hring".
Biðjum að heilsa til Íslands.....Lopez og strákarnir
Að lokum úrslit dagsinns
Everyday (ones again) 35 punktar
Jackass (efnilegur) 33 punktar
Wonder (vonlaus) 25 punktar
The Godfather (alltaf flottastur) 25 punktar
Monday, monday
mánudagur, apríl 04, 2005 | Jarmað af M3 - framið kl. 8:35 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 spöglasjónir:
Sko Jackass, gamla skíðagöngutröllið er vaknað, og vill fá meiri bjór.
Ps. spænsku námið hjá Wonder miðaðist alltaf við að geta pantað sér staup með bjórnum,og þegar að þerri kunnáttu var náð dró hann sig út úr náminu......fullnuma !
Félagar,
Gaman að sjá og lesa hvað það er gaman hjá ykkur.
Mér sýnist nú að Every some day sé búinn að rúlla þessu upp og hann sé öruggur sigurvegari. Spurning aftur á móti hver verður í skítalyktinni í ferðarlok. Sá er nú ekki öfundsverður.
Athyglisverðar myndir frá Föður vorum eins og ævinlega. Wonderinn að draga einn grænklæddan upp úr andapolli - hvað blotnaði svona rosalega sem varð til þess að allir þessir tilburðir festust á mynd? - og eins er góð myndin af Every some day í argentínska tangónum. Eru engar tívolíferðir farnar..........?
Sé að Gunni Hjaltalín er með í ferðinni. Þið megið skila kærri kveðju frá mér til hans.
Vinir mínir, njótið og njótið meðan hægt er. Hér snjóar jólasnjó og er von á frosti og vosbúð í næstu dögum. Bílar fjúka út af vegum á Snæfellsnesi og Hellisheiði - allt sem sagt normalt hér.
Kyssið allir Lopez frá mér.
kk
ks
Skrifa ummæli