Jæja þá er stóra stundin að renna upp, ég fæ að spila Korpuna í fyrsta sinn og það með ekki ómerkari mönnum en, The Godfather, wonder og KS. Já fyrsta mót ársins (á íslandi) er á Laugardaginn, sést hefur til Wonder á hverju kvöldi í Básum en hann var að horfa á nýtt video á síðustu helgi og heldur að hann sé búinn að finna leyndardóma golfsins.
Everyotherday verður fjarri góðu gamni en hann stefnir á útrás enn eina ferðina og það til lands rauðvínslegna froskalappa. Ætlar hann að kynna þeim golf listina eða "le golf" eins og þeir kalla það víst. Það er leitt að hann geti ekki haldið sigurförinni áfram (not) en aðrir munu þá kanski nota tækifærið og láta ljós sitt skína!!!
Úrslitin verða að sjálfsögðu birt á þessari síðu þannig að fylgist vel með
Jackass
Korpa
þriðjudagur, apríl 26, 2005 | Jarmað af M3 - framið kl. 10:05 e.h. 0 spöglasjónir
Ísland ögrum skorið
Jæja þá eru menn búnir að hrista úr sér hrollinn sem kom þegar flugvélin lenti á Keflavíkur flugvelli þann 12.apríl. Heyrst hefur að meðlimir Út og Suður Group séu farnir að æfa aftur enda menn orðnir frekar hungraðir eftir viku hvíld. Sést hefur til nokkra í Básum, Guðfaðirinn er búinn að stilla dræverinn upp á nýtt fyrir íslenskar aðstæður. Everyotherday reynir eftir mestu getu að ná aftur sveiflunni sem virkaði svo vel á tillanum. Wonder er búinn að henda gömlu sveiflunni og sást til hanns í NB að skoða nýjar sveiflur, og var hann með platínukortið (sem loksins er farið að virka) með í för. Jackass er hættur að æfa í Básum en hefur þess í stað hafið golf æfingar á nýju playstation tölvunni og stúderar Tiger Woods leikinn 24/7.
Það verður gamann að sjá hver okkar merkismanna mun koma sterkastur inn þegar vellir GR opna eftir veturinn.
mánudagur, apríl 18, 2005 | Jarmað af M3 - framið kl. 3:36 e.h. 2 spöglasjónir
Lokadagur
Þá er komið að því, lokadagurinn er að renna sitt skeið. Eftir mikla gleði gærdagsins þar sem það var sungið og dansað mikið (aðalega sungið) fram á rauða nótt, vöknuðum við frekar ryðgaðir í morgun en sérstaklega Jackass þar sem hann var að fagna sigri gærdagsins og þar sem hans takmörkum var náð.....! En wonder var nú fljótur að minna hann á stöðuna í samanlegri keppninni, og þá hófst hatröm rimma, ekki töluðust þeir við fyrstu 16 holurnar og þurfti Guðföðurinn "sá vinsæli" að stilla til friðar oftar en einusinni. Every....someday hlaut góðs af þessari rimmu enda var hann orðinn gleymdur maður þar sem hann hafði ekki unnið í nokkra daga!!! Það var ekki fyrr en að Wonder og Jackass mundu að þeir væru líka í sama liði þar sem ekki allir ætluðu að spila fleiri holur þennan daginn þá var búið að ákveða að vera með tvær keppnir. Þá féllust þeir í faðma og Guðföðurinn táraðist. En dagurinn í dag var trúlega sá mest spennandi en ekki nema einn punktur skildi að menn. Someday núna Everyotherday Stóð uppi sem sigurvegari enn og aftur en honum veitti ekki af því allir voru búnir að fara í hraðbankann nema hann. Guðföðurnum tókst ekki að næla sér í vinning en ef við hefðum verið hérna í 2 daga í viðbót þá hefði komið að því hjá honum, aldrei hefur sést önnur eins spilamennska hjá honum eins og í þessari ferð og er því spáð að hann muni vinna Meistaramót GR í sumar. Ákveðið hefur verið að hópurinn fari í sína næstu "ferð" til Ísafjarðar á Kambsmótið en sá sem heldur það er hér með í ferð með sínum bræðrum og hafa þeir verið mjög söngglaðir og með eindaæmum skemmtilegir. Í kvöld verður farið í bæinn og borðað og svo sofið út á morgun enda verður það kærkomið þar sem menn hafa verið ræstir upp fyrir allar aldir síðustu 12 daga.
Úrslit dagsins:
1: Everyother day 34 punkta
2: Jackass 33 punkta
3: Wonder 32 punkta
4: Godfather 31 punkt
laugardagur, apríl 09, 2005 | Jarmað af M3 - framið kl. 6:18 e.h. 2 spöglasjónir
Úrval Útsýn mótið!!!
Þá er farið að líða að lokum þessarar frábæru ferðar okkar hér á tillann, þar sem það voru spilaðar 36 holur og lokahóf hópsins í gær var ekkert bloggað. Úrval Útsýn mótið var haldið í gærmorgun og það er ljóst að gamli AndrésarAndar keppnisskapið er enn til staðar hjá Jackass en hann þarf greinilega meira en 30 júrur til að mótivera sig. Ekki nóg með að hann sigraði "loksins" Spænsku fluguna heldur gerði hann "Út og Suður Group" stolta með því að vinna mótið. En hann var ekki sá eini á skotskónum í gær, á seinni 18 tókst wonder loks að sippa í, enda hafði hann sagt að hann myndi aldrei borga Jackass eitt né neitt. Every núna Someday náði sér aldrei á strik enda fór hann alltof snemma að sofa kvöldið áður og var þá ákveðið að "taka á því" á lokahófinu. Godfather hefur ekki fengið ástæðu til að koma í nýjum bol upp á síðkastið en þess má látið geta að hann hefur verið sigursælastur í "litlu" keppnunum á seinni hringjunum og hefur unnið ófáa bjórana sem honum þykir ekki vondur. En hann var valinn skemmtilegasti ferðafélaginn í gær á lokahófinu.
Úrslit Dagsins:
1. Jackass 39 punktar
2. Someday 34 puktar
3. Wonder 31 punktur
4. Godfather 30 punktar
Jarmað af M3 - framið kl. 6:04 e.h. 1 spöglasjónir
Sigurgangan stöðvuð!!!
jæja þá kom að því Every núna someday tapaði loksins og kom það í hlutverk.....já eruð þið tilbúinn..........Wonder!!!!! Eða eiginlega svoleiðis......það varð jafntefli. Everyday, wonder og Godfather voru að spila með Kjartani farastjóra sem er gamall landsliðseinvaldur og þjálfari og breytti hann hjá þeim sveiflunni hægri vinstri. Everyday var ekki að höndla þessar breytingar og var þetta hans versta golf hingaðtil. Jackass byrjaði með stæl og var með 16 punkta eftir 6 holur en þá fór eitthvað í hausnum trúlega er það 15 bjórnum í gær að kenna......var semsagt fullur á 1st teig. Wonder nær ekki upp í nefið á sér með þessar 10 júrur sem hann vann í dag og er hann búinn að bjóða öllu hótelinu í glas. The Godfather mun koma sterkur inn í sumar enda búinn að finna sig og sitt golf, var lengi í gang en mun koma sterkur inn í ÚÚ mótinu á morgun enda hættur að drekka nema kaffi!!! Lopes er búinn að finna skóbúðirnar enda hefur ekki sést til hennar síðan.
Það er nokkuð ljóst að þessi orka sem fer í að blogga er að virka á golfið hjá Jackass og Godfather enda eru þeir einu sem kunna á tölvu. þessvegna verður bloggið ekki lengra í kvöld. Biðjum að heilsa í frostið heima og reynið nú að láta hitastigið fara yfir frostmark áður en við komum heim og ekki gleyma bermútaskálar móttökunefndinni.
Úrslit dagsinnsÆ
1-2 Wonder og Every....Someday 34 punktar
3 Jackass 27 punktar
4 The Godfather 26 punktar
fimmtudagur, apríl 07, 2005 | Jarmað af M3 - framið kl. 10:25 e.h. 1 spöglasjónir
Betra seint en aldrei.....
Business as usual, sökum þreytu og lélegs árangurs annars en Every someday sem ekki kann á Internetið en er gríðalega góður á textavarpið var ekkert bloggað í gær. Við hinir vorum að kanna hvort að sú orka sem fer í að blogga gæti betur farið í golfið. En í keppninni "spænska flugan" í gær gerðust undur og stórmerki............Everyday tók sig saman í andliti og VANN!!! Hann átti í harðri keppni við Jackass sem átti sigurinn vísan þangað til að Everyday byrjaði að nota sálfræðina sem hann er þekktur fyrir og þó hann hafi týnt sveiflunni í parakeppninni (spilaði með Lopes) þá fann hann hana út í skógi og kom sterkur til baka og tók þetta á 18undu holu. Jackass var svo svektur að hann lagðist undir feld og hótaði að koma sterkur inn í dag.
Það var hatröm barátta um síðasta sætið og yrtu wonder og Guðföðurinn ekki á hvorn annan nema með blótsyrðum, endaði sú rimma með jafntefli og hefur Guðföðurinn að bragða ekki vín fyrr en sigri sé náð.
úrslit 06.04.2004
1. Every someday 36 punktar
2. Jackass 35 punktar
3-4 The Godfather og Wonder 30 punktar
Jarmað af M3 - framið kl. 10:09 e.h. 0 spöglasjónir
nyjustu stodur
Heil og sael, engir islenskir stafir i dag thar sem thetta er bloggad af tolvu hotelsins, thetta verdur bara stutt og laggott thar sem menn eru threyttir og para keppni a morgun thar sem The godfather og Jackass eru i homma holli!!!
Everyday maetti i nyjum galla i dag og allt kom fyrir ekki og vann hann (AFTUR) tho ad Jackass vaknadi fyrir allar aldir i morgun og for i einkathalfun, en miklar vonir eru bundnar vid hann a morgun en eins og allir vita tha tekur tima ad stilla thad sem kennt er. Wonder byrjadi sterkur og var i holli med Everyday, en Jackass og Godfather spiludu samann. Wonder atti 5 punkta a Everyday eftir 11 holur en tha komst kallinn i girinn og var samur vid sig med 4 jarn a teig. Thad dugdi honum thar sem Godfather er farinn ad hafa ahyggjur af vaentanlegum sko kaupum Lopes.
en her koma tolur dagsinns:
1: Everyday.....35 punktar
2-3 Jackass og Wonder......31 punkt
4 Godfather.....28 punktar
ps. ERU MENN ALVEG HAETTIR AD COMMENTA....Er enginn tharna uti ad fylgjast med eda eru menn bara rafmagnslausir i ovedrinu?????
þriðjudagur, apríl 05, 2005 | Jarmað af M3 - framið kl. 10:05 e.h. 6 spöglasjónir
Monday, monday
Erfitt var að vakna í morgun þar sem erfitt er að kenna gömlum hundum að sitja. Bara orðið "mánudagur" sat í mönnum en þegar menn sáu sólina voru þeir fljótir að átta sig á því að það var engin vinna, bara golf og gaman. Everyday er alltaf eins...sami morgunmatur...sömu hægðir...sami gallinn (meira að segja sokkarnir) sama góða golfið og sama þögnin. Hinir Íslendingarnir í hópnum hafa beðið hann að mæta í nýjum fötum á morgun þar sem lyktin er orðin óbærilega eins og þið getið rétt ímyndað ykkur sami bolurinn í 26 stiga hita. Við hinir sjáum okkur leik á borði á morgun þar sem hann verður að mæta í Ryder gallanum. Jackass kom óþunnur og sterkur inn í dag, 12 spora bókin var að virka enda hafði hann landsliðskonu sér við hlið. Skoruðu þau á Everyday og Wonder, af einstakri kurteisi gáfu þau þeim fyrsta pallinn og sáu þeir aldrei til sólar eftir það þó að það væri heiðskýrt. Litlu munaði að aldrei yrðu litlir Jackassar fæddir í heiminn þar sem munaði bara (pungs)hárbreidd að hann skyti sig millifótar þegar hann hitti 150 m skiltið af þriggja metra færi. Wonder hélt áfram að skoða skógarlífið og ákvað að gerast líffræðingur. Komið hefur í ljós að Spænskunám hans og Hafliða hafa skilað Wonder litlum skilning á hinni nútíma Spænsku. Hann kann aftur á móti öll latnesku orðin yfir plöntur á Spáni. Hann á fáa ProV bolta eftir. Godfather var settur í annað holl eftir góðan árangur gærdagsins. Hann náði sér ekki á strik enda ekki skrítið þar sem hann var með Lopez með sér, en kom sterkur inn í seinni keppninni og var bragðið af vinnings bjórnum ekki slæmt. Hann mætti í nýjum bol sem er merktur "Wonder er frábær AMIGOS hann borgar mér bjór eftir hvern hring".
Biðjum að heilsa til Íslands.....Lopez og strákarnir
Að lokum úrslit dagsinns
Everyday (ones again) 35 punktar
Jackass (efnilegur) 33 punktar
Wonder (vonlaus) 25 punktar
The Godfather (alltaf flottastur) 25 punktar
mánudagur, apríl 04, 2005 | Jarmað af M3 - framið kl. 8:35 e.h. 2 spöglasjónir
Þynnkudagurinn 3 apríl anno dominos 2005
Jackass lagðist í svæsna snafsaflennsu og eins og sést á skorinu þá var hann samt dreginn út á völl.
Hann vældi allann daginn og sló bara út í skóg eða uppá svalir hjá þessu viðkunnalega fólki sem hér býr.
Every Day fann aftur áður gleymda hæfileika, en þeir eru að geta spilað golf eins og professional eftir lítinn nætursvefn og gríðarmikla drykkju. Spilaði hann undir 80 slögum 18 holur og er forgjöf hans nú í endurskoðun og kæra hefur verið send inn til GSÍ.
Því miður hefur öllu því verðlaunafé sem honum hefur áskotnast í ferðinni verið jafnóðum eytt í sterka drykki og spurning hvort 12 sporabókin komi honum til hjálpar við heimkomuna.
The Godfather fann nýja sveiflu sem skilaði honum ekki bara sjálfstrausti heldur líka 18 punktum á seinni 9, gengur nú karlinn um í bol merktum "Þeir flugu 11.000 kílómetra til að tapa fyrir mér"
Wonder stóð á fyrsta teig angandi af Gini ofl., sló upp í hverfi og heimtaði síðan endurgreiðslu á ferðinni. En fararstjórinn, sem jafnframt er golfkennari benti honum bara á að halda rétt á kylfunni og sveifla fyrst aftur og síðan fram.
Þetta small inn og í stað þess að slá upp í hverfi þá sló hann bara út í skóg. Þegar líða tók á hringinn þá sótti hann hart að Godfather, en með óþverrabrögðum (eins og að slá beint) þá náði Godfather að merja fram annað sætið.
Úrslit 18 holur
Every Day - 37 punktar
The Godfather - 33 punktar
Wonder - 32 punktar
Jackass - 3 punktar (en þeir voru veittir fyrir snyrtilegann klæðaburð og þögula framkomu)
á morgun þann 4/4/05 þá hljómar veðurspáin uppá 30 stig og snjókomu í Reykjavík og hálkublettir á miklubrautinni.
mbk
Lopez
sunnudagur, apríl 03, 2005 | Jarmað af M3 - framið kl. 7:57 e.h. 3 spöglasjónir
Úrslit og fréttir laugardagsins 2/4/05
Jæja, þá erum við aftur komnir í samband. Ljósleiðarinn til Huelva fór í sundur vegna veðurs:-)
Það er bara heitt og ekki snjókoma heldur, en bara 20-26 stiga hiti.
Kannski aðeins of heitt fyrir Jackass.
Úrslit 18 holur
Every Day (áður nefndur Some Day) - 34 punktar
Jackass - 29 punktar
Wonder - 28 punktar
The Godfather - 26 punktar
Fórum á snilldar sjávarrétta stað í kvöldmat. Yfir brandy glasinu fengum við þær sorglegur fréttir að páfinn hafi hrokkið uppaf, og drekktu menn þar með sorgum sínum langt framá morgun.
mbk
Lopez
Jarmað af M3 - framið kl. 7:45 e.h. 0 spöglasjónir