jæja, nú er kominn tími til að endurvekja þetta blogg enn einu sinni, Út og suður, já nú verður farið í norður, eða niður eins og við myndum segja en stefnan er sett á Skotland, nánar tiltekið á Murrayshall sem er rétt hjá Perth, í norðaustur hluta Skotlands.
En Móar upp til sjávar og sveita eru farnir að æfa og spila stíft á fyrstu dögum þessa golfsumars.
Sumir fóru til USOFA til að æfa og fjárfestu í "rán"dýru golfsetti sem hefur "enn" ekki komið að góðum
notum enda tímabilið rétt að byrja!!!
Fyrsta litla móamótið fór fram í gær, iMóar héldu sitt árlega "justgettingstarted"mót í gær og voru úrslitin sem hér segir:
M2 - 33 punktar
M1 - 28 punktar
M4 - 24 punktar
semsagt, M4 með nýtt sett og nýja kerru, sá ekki til sólar enda hefur hún ekki sést á kálfatjörn síðan M5 létti af sér
í kirkjugarðinum..... og hann (M4) fékk kerrunni skipt í Nevada fyrir hjólastól.
kv
Mótstjórinn
Ryder cup here we come
föstudagur, maí 09, 2008 | Jarmað af M3 - framið kl. 11:49 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 spöglasjónir:
Jæja félagar !
Var rólegt yfir Golfurum um helgina ? Veit að Kiddi og Bjössi fóru í opnunina á Korpu. Skemmst frá því að segja að þeir enduðu jafnir 29 punkta hvor og töpuðu með punkti fyrir Guðföðurnum. Ég startaði í leirunni á föstudag með Kidda og var snýtt , fór þaðan beint í Þorlákshöfn og tók aðrar 18 !!!!! Full massíf byrjun en ég var á 83 í leirunni og 88 í sandkassanum í Þorlákshöfn( er beiskja í þessu ? ;o) )
kv.
Mummi
Voðalega fer fáum sögum af golf iðkun GR-inga : /
Geirþrúður frænka mín er bæði aktívari golfari en þið og líka bloggari, samt dó hún fyrir 8 mánuðum síðan!
Ja, ég fór í golf í gær, mánudaginn, sunnudaginn, föstudaginn, fimmtudaginn það eru 5 skipti bara í þessari viku.
ég veit ekki hvað þú miðar við, kannski fjöldi högga ef svo er þá átt þú vinninginn
:-)
M7
Skrifa ummæli