Ja Dúdda Mía

Nú er spennan heldur betur búinn að taka sér bólfestu í líkama mínum, get bara ekki sofið, fæ martraðir um alla tíu evra seðlana sem ég verð að láta Everyday fá. Velti mér til hægri og vinstri í rúminu í morgun í 3 tíma og gafst upp kl:8:00, fór fram að þrífa stórmeistara settið og taka til í pokanum. Ég held ég eyði fyrstu dögunum á spáni í rúminu til að ná upp langþráðum svefni!
Er búinn að fylla inn í "hvað er í pokanum". Nú skora ég á Godfather og Everyday að fara að koma sér inn á síðuna og fylla inn í eyðurnar.
Best að fara að slá í Básum, veitir ekki af.

Keppnin "spænska flugan"

þá eru reglurnar um keppnina "spænska flugan" reddí:
Punktakeppni alla daga á fyrri 18, hvort sem menn spila saman í holli eður ei.
40 evrur í pottinum fyrir sigurvegarann á hverjum degi, ef 2 eru jafnir þá skiptist verðlauna féð.

Á seinni 18 veljast saman í lið 1 og 4 sætið, og þá er spilað Texas, GR-Open eða besti bolti og samanlagt.

Skorkortum skal skilað til Guðföðursinns, á tilsettum tíma. Brot á þeirri reglu varðar frávísun og sekt uppá 100 evrur.

Forgjafar listi:

Grímur "the godfather" 8,8,9
Bjössi "wonder" 4,5,6
Kiddi "Every day" 4,4,6
Bjarni "Jackass" 20,20,22

Sérreglur:
1.1 Eigi má beita "the silent treedment" nema 1 holu í senn. Brot varðar frávísun.
1.2 Ekki undir neinum kringumstæðum má leggja upp á par 3 holum með trékylfu. Brot varðar brottrekstur úr fjelaginu.


Aukagreinar,
ef:
Wonder sippar í, kostar 10 evrur á mann, ef ekki þá borgar hann 10 evrur á mann.
Jackass týnir ekki neinu, 1 evra á mann.
Grímur nær að stilla driverinn, þá skal gefa 10 evrur til Unicef.
Every day, nær að hafa gaman af 18 holum í röð. Þá verður dottið í það fyrir allan peninginn.

Í upphafi...

jæja þá er maður loksins kominn í heim bloggara, hér munum við spánarfarar segja sögur okkar og einnig munum við uppljóstra hvernig keppnin mikla stendur eftir hvern dag....ef við höfum tíma ;-) Ekki gleyma að "commenta" á síðunni.
Með kveðjum
Moi 3