Golf út suður og vestur

jæja þá er farið að styttast í golf sumarið, nokkrir félagar "Út og Suður Group" eru núna staðsettir í USA í "golfskóla", það verður gaman að sjá hvernig þessi skóli kemur út hjá þeim, heyrst hefur að Everyday sé búinn að panta 30 tíma hjá Úlfari, enda segir hann að hann ætli ekki að láta taka sig í rassgatið í sumar "with out a fight". Jackass (undirritaður) er kominn með nýtt sett og verður það prófað á Hellu næstkomandi sunnudag. Mói 2 og Mói 4 eru fastagestir í Básum og eru þeir víst komnir með sinn eiginn bás, M1 er búinn að fara í Bása 3 í vetur og fréttir herma að hann missi áhugann eftir 5 bolta....hann vill bara massa þetta út á velli. M6 ætlar sér að koma sterkur inn í sumar og segist vinna Móadolluna "hands down" í sumar. watch this space.
Læt þetta duga af fyrsta bloggi sumarsins og væri ekki leiðinlegt ef vesturfarar myndu blogga eitt eða tvö blogg áður en þeir koma heim í kuldann.

Jackass